9.6.2008 | 20:48
Plötukaup
Já ég keypti mér nýjar gamlar plötur í Kolaportinu í gær. Eina vitið að kaupa músíkina sína þar og kannski í Geisladiskabúð Valda. Smekkleysa er að hætta og hefur lengi verið leiðinleg trendý verslun, 12 Tónar er þreytt og með hræðilegt úrval af vínyl og það skal enginn fara að blanda hellvítis Skífunni í málið.
Eins og ég benti á þá er eina vitið að kíkja í Kolaportið í vínylrekkanna þar, maður er alltaf að rekast á einhverja gullmola þar. Valdi er með frábært úrval af vínyl og er alltaf að panta eitthvað nýtt líka skilst mér. Einnig er hann sérstaklega iðinn að panta það allra nýjasta fyrir þungarokksunnenduna sem er mjög gott mál, hann er líka alltaf með eitthvað gamalt og súrt fyrir mig.
Mér finnst samt leiðinlegt hvað plötubúðir hérna á Íslandi eru lélegar miðað við það sem maður sér í ekki svo fjarlægum löndum eins og t.d Danmörku. Maður fann allveg ótal geðveikar verslanir í Köben reknar af allvöru söfnurum og tónlistaráhugamönnum. Gott dæmi Soundstation. Síðan kíkti ég í útibú 12 Tóna þar í borg og svei mér þá hún var bara ekki nógu góð.. allavega miðað við þær sem ég var búinn að fara í áður.
Talandi um plötukaupin..
Fyrst ber að nefna Spirit The Best Of
Samansafn af öllum bestu lögum Los Angeles súpergrúppunnar Spirit með Randy Californina fremstan meðal jafningja. Sjálfur á nokkrar plötur með þeim en það er fínt að eiga þessa þegar maður er of latur að svissa yfir lög. Reyndar eru nokkur lög sem ég hafði aldrei heyrt á henni eins og t.d 1984, Morning Will Come og Dark Eyed Woman. Já frábær plata.. góð í chill,partý,lærdóm,eldamennsku jú name it.
Canned Heat - One More River To Cross
Allt of mikið brass og bull fyrir mig. Meira hráttblúsrokk takk. Reyndar nokkur ágætislög inná milli en skilur lítið eftir sig.
Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta því það er sjaldan sem ég tek mig til og skrifa eitthvað svona grafallvarlegt á Internetinu.
ég þakka pent.
Axel
9.6.2008 | 00:41
Kjellinn
Sælir nú vinir og fjendur. Ég hef hér ákveðið að opna hér blogg þar sem ég mun aðalega skrifa um tónlist og allskonar menningu, án alls fíflaskaps og leiðinda. Ég vona að þetta muni endast hjá mér.
kv. Axel